Um okkur

Þjónustan í fyrirrúmi!

Elira er snyrtivöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á hágæða snyrtivörum og býður upp á einstaka þjónustu. Verslunin er í eigu Rakelar Óskar snyrtifræðings sem velur vörur í verslunina af kostgæfni.
Við erum viðurkenndur söluaðili fyrir allar þær vörur sem við seljum í verslun okkar.
 
Við afgreiðum hratt og örugglega pantanir frá netverslun okkar og sendum heim eða á næsta pósthús/póstbox með póstinum. Einnig er hægt að sækja pantanir í verslun okkur á Kirkjusandi.


Við bjóðum uppá ráðgjöf, förðun og snyrtimeðferðir í glæsilegri verslun okkar á Kirkjusandi og hægt er að panta tíma í gegnum noona.is/elira
Hlökkum til að taka á móti ykkur.

-Heimilisfang: Hallgerðargata 19-23, Kirkjusandur
-Sími: 419-3550 
- Netfang: [email protected]


Förðunarráðgjöf

Komdu til okkar í Eliru í eina kvöldstund og lærðu að farða þitt andlit. Námskeiðin eru haldin kl. 18 og eru um 1 klst.

 

Skoða hér

Starfsmenn eliru

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir

Eigandi

Rakel Ósk er lærður snyrtifræðingur og förðunarfræðingur og hefur margra ára reynslu á sviði fræðanna. 
Uppáhaldsvörurnar hennar í versluninni eru The Eye Cream frá Augustinus Bader, Gentle Cleansing Melt frá Evolve og brúnkudroparnir frá Marc Inbane.

Ester Mondragon

Förðunarfræðingur

Ester er lærður förðunarfræðingur úr Reykjavík MakeUp School. Hún hefur unnið við fjölda verkefna og unnið sem kennari við förðunarskólann. Uppáhaldsvörurnar hennar í versluninni eru The Cream frá Augustinus Bader, Youngblood varaliturinn í Muse og Urban Shield sólarvörnin frá Skin Regimen.

Alexandra Deton

Förðunarfræðingur

Alexandra er lærður förðunarfræðingur frá Mood Makeup School. Hún hefur gríðarlega þekkingu á förðunarvörum og húðvörum, enda mikil áhugamanneskja um þessar vörur, eiginlega með Íslandsmet. 
Uppáhaldsvörurnar hennar í versluninni eru Chanel Coco Flash varaliturinn í 174, Barbara Sturm Sun Drops og Sanzi Deluxe andlitsolían.

Katrín Þórhallsdóttir

Förðunarfræðingur

Katrín Þórhallsdóttir er lærður förðunarfræðingur frá Makeup Studio Hörpu Kára. Hún hefur unnið við allskonar verkefni en þó helst sjónvarpsförðun og förðun fyrir viðburði. Uppháldsvörurnar hennar í versluninni eru Sweed Lash Lift maskarinn, Agustinus Bader the cream og RMS Master radiance base.

Agnes Hrund Guðbjartsdóttir

Förðunarfræðingur 

Agnes er lærður förðunarfræðingur frá Mood Makeup School. Hún hefur gríðarlega þekkingu á húðumhirðu, förðunarvörum, innihaldsefnum og næringarefnum. Uppáhaldsvörurnar hennar í versluninni eru rms hyljarinn, Youngblood varablýantarnir og evolve retinol c vitamin boosterinn.