Förðunarnámskeið
Komdu til okkar í Eliru Hallgerðargötu í eina kvöldstund og lærðu að farða þitt andlit. Námskeiðin eru haldin kl. 18.00 og eru um 1 klst.
Farið er yfir grunn í húðumhirðu með snyrtifræðingi.
Síðan er farið yfir helstu grunnatriði í förðun. Þú lærir fljótlega dagförðun, auðvelda kvöldförðun, hvernig þú setur á þig eyeliner og jafnvel gervi augnhár ef þess er óskað.
Þú velur hvort þú komir með þínar eigin vörur eða lærir á vörur sem verslunin hefur upp á að bjóða.
Námskeiðið kostar 14.990kr og veitir 20% afslátt af öllum vörum í versluninni.
Einnig bjóðum við upp á að koma 2-3 saman á námskeið. Þá er tími námskeiðs lengri.
Sendu okkur tölvupóst á elira@elira.is eða hringdu í síma 419-3550 og bókaðu þína kvöldstund.