Unglinganámskeið

Áttu barn sem er á aldrinum 11-15 ára sem vantar aðstoð við að taka sín fyrstu skref í átt að heilbrigðri og góðri húðrútínu.

Í dag er auðvelt að ná sér í ýmsar misvísandi upplýsingar um húðumhirðu og hvernig sé best að stíga sín fyrstu skref. 
Ungt fólk er mikið á samfélagsmiðlum sem gefa oft rangar upplýsingar um hvernig best sé að hugsa um húðina og hvernig sé best að byrja.

Námskeiðið er kennt af Rakel Ósk snyrtifræðingi og er kennt í versluninni Eliru eftir lokun. 
Námskeiðið er um 2 klukkutímar og eru forráðamenn velkomnir að koma og vera með.

Námskeiðið kostar 9.990 kr og fá ungmennin gjafapoka að verðmæti upphæðarinnar með sér heim eftir námskeiðið.

Næsta námskeið er 26. nóvember frá 18-20.

Bókið hér