Marc Inbane Ensemble sett

https://elira.is/web/image/product.template/4248/image_1920?unique=028175d

Lúxus sett sem inniheldur Perle de Soleil brúnkudropa og La Hydratan rakakrem frá MARC INBANE. Falleg snyrtitaska fylgir frítt með.Perle de Soleil:

Perle de Soleil brúnkudroparnir frá MARC INBANE eru fullkomnir til að ná fram fallegum og heilbrigðum ljóma og náttúrulegri brúnku sem er sérsniðin að óskum hvers og eins. Brúnkudroparnir eru mjög auðveldir í notkun - þú einfaldlega blandar þeim saman við þitt eftirlætis rakakrem/líkamskrem eða í sólarvörnina þína og nærð þannig fram náttúrulegri brúnku. Brúnkudropana skal aðeins nota með nærandi kremi og mikilvægt er að fylgja notkunarleiðbeiningum. Brúnkudroparnir innihalda ekki SPF og veita því ekki vörn gegn skaðlegum geislum sólar. Mikilvægt er að þvo hendur eftir notkun. Aðeins ætlað til útvortis notkunar. Geymið þar sem börn ná ekki til.La Hydratan:

MARC INBANE La Hydratan er lúxus rakakrem sem hentar til daglegrar notkunar á hreina húð. Það viðheldur eðlilegum raka húðarinnar og verndar húðina fyrir áreiti umhverfisins. La Hydratan dagkremið inniheldur Bronzyl® sem tryggir að húðin heldur lengur lit hvort sem er frá sól eða okkar náttúrulegu sjálfbrúnkuvörum. Innihaldsefnin Sheabutter, Hygroplex® og náttúrleg rakagefandi blanda (NMF, Natural Mousturizing factors) sjá til þess að húðin haldi fullkomnum raka og næringu sem gefur húðinni mýkt. La Hydratan inniheldur háþróaða UV vörn sem veitir húðinni vernd gegn skaðlegum geislum sólar og ótímabærri öldrun.

Náttúrulegu plöntuþykkni er bætt við vegna mýkjandi og róandi eiginleika þess og gefur það einnig jafna og fallega áferð. Rakakremið er án olíu og er ríkt af vítamínum, gefur húðinni meiri fyllingu og aukinn ljóma. Með notkun kremsins endurheimtir húðin sitt náttúrulega jafnvægi og heilbrigði. Hentar öllum húðgerðum, jafnvel þeim allra viðkvæmustu.Kostir La Hydratan

Dagkrem sem lengir endingartíma brúnkunnar
SPF10 hjálpar til við að verja húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar og áreiti umhverfisins
Veitir vörn gegn ótímabærri öldrun
Sannreynt og prófað af húðlæknum
Vegan
Án parabena
Hentar öllum húðgerðum
Án olíu
Lofttæmdar umbúðir

15.990 kr 15990.0 ISK 15.990 kr

15.990 kr

Not Available For Sale

  Þessi samsetning er ekki til.

  Out of Stock
  Invalid email
  We'll notify you once the product is back in stock.
  Added to your wishlist

  Mikilvægt er að passa uppá að húðin sé hrein áður en þú berð kremblönduna á þig.

  Settu það magn sem þú notar venjulega af rakakremi í lófann.

  Blandaðu svo örfáum brúnkudropum saman við kremið og berðu blönduna jafnt á húðina.

  Til að viðhalda litnum notar þú 1-2 dropa en 3-4 dropa til að dekkja litinn.