Led meðferðir

Led meðferðir er snertilaus meðferð sem er sársaukalaus og þarf engan hvíldartíma eftir, sem gerir þetta mjög vinsæla meðferð meðal viðskiptavina. 
Meðferðirnar auka heilbrigði húðarinnar til langstíma þar sem meðferðin vinnur djúpt niður í húðina til að endurnýja hana.

Led meðferðir eru oft notaðar í samstarfi við aðrar húðmeðferðir til að ná fram sem besta mögulega árangrinum.

Hægt er að nota Led meðferð við hinum ýmsu húðvandamálum.

Anti Age-ing meðferð: Rautt ljós – 635 nm – þessi öfluga bylgjulengd fer djúpt inn í húðina til að auka heilbrigði húðarinnar, draga úr bólgum og endurnýja frumuvef. Þessi bylgjulengd er mjög anti-inflammatory sem hjálpar til við að draga úr roða og einkennum psoriasis, exems, dermatitis og minnka bólumyndun. Meðferðin eykur kollagen framleiðslu, eykur rakann í húðinni og dregur úr roða.

Ljóma meðferð: Appelsínugult ljós – 610 nm – Þessi bylgjulengd vinnur að auka blóðflæði, súrefnisflæði og hjálpar sogæðakerfinu að vinna. Þannig eykst flutningur næringaefna í húðinni og eykur heibrigði húðarinnar. 
Gefur húðinni einstakan ljóma og frískleika.

Minnka litabreytingar (hyperpigment): Grænt ljós – 560 nm – þessi bylgjulengd hjálpar að róa húðina og draga úr offramleiðslu melaníns. Litabreytingar eiga sér stað við ákveðið áfall í húðinni og extra melanín er framleitt. Græna ljósið hjálpar til við að róa húðina og minnka offramleiðslu þess. Meðferðin jafnar húðlitinn, dregur úr litabreytingum og birtir upp húðina.
 
Hreinsandi meðferð: Blátt ljós – 415 nm – Bláa LED ljósa meðferðin er frábær fyrir húð sem fær reglulega bólur. Meðferðin hjálpar til við að drepa Propionibacterium í húðinni. Þar með dregur það úr bólum og fílapenslum. Getur minnkað fituframleiðslu svo húðin verði bjartari, sléttari og mattari með tímanum. Meðferðin getur einnig hjálpað til við að draga úr bólgu sem getur fylgt bólunum.

Fjólublátt ljós – 308 nm – Hægt er að nota fjólublátt ljós í hreinsandi meðferðinni ef að bólurnar og þar að leiðandi bólgurnar liggja djúpt.
Hjálpar til við acne meðhöndlum og viðgerðir eftir acne ásamt því að birta upp húðina.

Detox meðferð: Gult ljós – 590 nm – Gult ljós getur hjálpað til við að hraða lækningu á sárum og hefur áhrif á sogæðakerfi húðarinnar. Hjálpar henni að við útskil af óæskilegum efnum. Dregur úr útbrotum og þreytilegu yfirbragði. 


Þar sem Led meðferðirnar virka innan frá er hægt að fara hvenær sem er í meðferðina. Hægt er að fara í meðferð á undan eða eftir frí, á degi stórs viðburðar eða þess vegna á brúðkaupsdaginn áður en farið er í förðun. Meðferðin hefur ekki áhrif á pH-gildi húðarinnar og hefur því engin áhrif á sýrustig hennar og virkar bara til að meðhöndla og vernda húðina innanfrá.
Mælt er með meðferð 1 sinni í viku, 6-9 skiptum til að ná sem bestum árangri. 


Fyrstu sex meðferðirnar eru á 9.990 kr. 20% afsláttur gefst af meðferðum eftir þær.

Bóka hér