GrandeLash MD augnháraserum | Elira

GrandeLash MD augnháraserum

5.0 (1 Reviews)

Mest selda augnháraserumið í Sephora.


Hefur unnið til fjölda verðlauna.
Undraverður árangur. Lengir og þykkir augnhárin. Vottað af augnlæknum.

GrandeLASH augnháraserumið býr yfir öflugri blöndu af vítamínum, peptíðum og amínósýrum sem bætir útlit augnháranna. Þessi verðlaunaformúla lengir og þykkir augnhárin á aðeins 4-6 vikum og skilar fullum árangri á þremur mánuðum. GrandeLASH er rétta valið til að flikka upp á stutt og strjál augnhár sem eru farin að þynnast.
Varan er örugg bæði fyrir þá sem nota linsur og eru með augnháralengingar. Magn 2.0 ml - 3 mán skammtur.

Vörumerki: Grande Cosmetics

5820

10.990 kr 10990.0 ISK
in stock
10.990 kr

10.990 kr


  Þessi samsetning er ekki til.

  Bæta í körfu  Deila þessari vöru:

  Berðu GrandeLASH með einni stroku á augnlokið rétt fyrir ofan efri augnháralínuna líkt og þú myndir gera með fljótandi eyeliner.
  Athugaðu að þú átt að bera vöruna á húðina sem er næst augnhárunum (rætur augnháranna) en ekki augnhárin sjálf.
  Notaðu vöruna daglega og gefðu henni 1-2 mínútur til að þorna. Ath nóg er opna vöruna og bera á bæði augun án þess að dýfa aftur ofan í umbúðirnar.

  Hér gildir reglan, því minna því betra því við viljum ekki að varan leki inn í augun.
  Sökum lengdar vaxtarskeiðs augnháranna þarf að nota vöruna daglega í þrjá mánuði.
  Þegar æskilegum árangri er náð er kjörið að bera GrandeLASH á augnhárin annan hvern dag til viðhalds. Varist að berist í augu.
  Ekki er mælt með að nota vöruna ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti, ert undir 18 ára aldri eða undirgengst lyfjameðferð.

  Geymist þar sem börn ná ekki til. Ef roði eða erting kemur fram skaltu hætta að nota vöruna. Hafðu samband við lækni ef þú ert í meðferð vegna augnsjúkdóms.
  Lestu utan á umbúðir til að fá nánari upplýsingar

  Water/Aqua/Eau, Panthenol, Glycerin, Sodium Citrate, Leuconostoc/Radish Root Ferment Filtrate, Alanine, Alcohol, Aloe Barbadensis Leaf Juice, Arctostaphylos Uva URSI Leaf Extract, Arginine, Aspartic Acid, Calcium Gluconate, Caprylyl Glycol, Chamomilla Recutita (Metricaria) Flower Extract, Ethylhexylglycerin, Gluconolactone, Glycine, Hexylene Glycol, Histidine, Honey Extract/Mel/Extrait de Miel, Hydrolyzed Glycosaminoglycans, Hydrolyzed Yeast Extract, Hydroxyethylcellulose, Isoleucine, Isopropyl Cloprostenate, Magnesium Ascorbyl Phosphate, Panax Ginseng Root Extract, PCA, Phenylalanine, Polysorbate 20, Proline, Propylene Glycol, Serine, Sodium Hyaluronate, Sodium Lactate, Sodium PCA, Threonine, Tocopheryl Acetate, Triethanolamine, Tussilago Farfara (Coltsfoot) Leaf Extract, Valine, Vitis Vinifera (Grape) Seed Extract, Phenoxyethanol, Sodium Benzoate, Sodium Metabisulfite.

  Skoðað nýlega