Leiðbeiningar um hvernig best er að setja á sig augnhár

1. Krulla augnhárin
Byrjaðu á því að krulla þín augnhár.

2. Mældu augnhárin
Haltu gerviaugnhárunum við augnháralínuna þína og athugaðu hvort þau passi eða hvort að þurfi að stytta þau. Klipptu af við ytri augnhárin ef þarf að stytta.

3. Sveigðu hárin
Haltu í sitthvorn endann á augnhárunum og sveigðu hárin í U í nokkrar sekúndur.

4. Berðu lím
Berðu lím á bandið sem augnhárin festast við og leyfðu því að bíða í 30 sekúndur.

5. Settu augnhárin á
Þrýstu augnhárunum uppað þínu hárum, þú getur notað plokkara ef þú þarft.

Þú getur sett á þig eina umferð af maskara til að blanda saman gervi hárunum við þín eigin. Fylltu svo uppí með eyliner ef einhver göt myndast.