Boy Smells | Elira


Umhirða kertanna


Skref 1

Trimma

Byrjaðu á því að klippa kveikinn niður í 5mm svo kertið brenni fallega og enginn reykur myndast.

Skref 2

Brenna

Þegar þú kveikir á kertinu í fyrsta skiptið, passaðu að leyfa öllu efsta laginu að bráðna, að minnsta kosti í 3 klst. Það munu myndast smá vax veggir en það er eðlilegt. 

Ekki láta kertið loga í meira en 4 klst í senn.


Skref 3

Miðja

Passaðu að kveikurinn sé fyrir miðju. Eftir að þú hefur slökkt á kertinu færðu þá kveikinn í mitt kertið ef þess þarf.

Skref 4

Nýttu glasið

Þegar það er tæpur cm eftir af vaxi eftir þá er tími kominn til að gefa glasinu nýtt líf. Hreinsaðu allt vax úr glasinu. Frábær leið er td að skella því í frystirinn og þá næst vaxið úr auðveldlega.

Um merkið  

#SMELLBS

 Seint á árinu 2015 hófst Boy Smells sem tilraunastarfsemi í kertagerð í Los Angeles eldhúsi stofnenda og samstarfsaðilana Matthew Herman og David Kien.
Herman og Kien – báðir að vinna í tísku, Herman við hönnun og Kien við vöruþróun. sem unnu við hönnun (Herman) og vöruþróun (Kien) – byrjuðu á því að búa til hluti sem þeir gátu notað daglega, vörur sem voru fljótandi, nauðsynlegar en líka aðgengilegar.


Þeir fundu upp ilm eins og Cinderose, sameiningu rósar og reyks, og Gardener, samansafn af tómatvínviði og honeysuckle, umvafið karlmannlegum ilmi vafinn inn í blómvönd. Boy Smells kertin eru öll þróuð og hönnuð í Los Angeles með ilm og náttúrulegum olíum og blanda af náttúrulegu kókoshnetuvaxi og býflugnavaxi. Kertin eru handhellt í margnota glerílát og handmerkt í Los Angeles, Kaliforníu.


2021 og 2022 eru einnig stór áfangi fyrir vörumerkið og færast út fyrir ilm fyrir heimilisrýmið og yfir á sviði fíns ilms og líkamsumhirðu.